spot_img
HomeFréttirJón Arnór góður í sigri

Jón Arnór góður í sigri

 Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Zaragoza hrósuðu sigri gegn Fuenlabrada, 81:72, í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Jón Arnór spilaði vel þær mínúturu sem honum var úthlutað. Jón setti  13 stig á þeim 17 mínútum sem hann spilaði og hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Þetta var fimmti sigur Jóns Arnórs og félaga í deildinni í röð og er liðið í sjötta sæti deildarinnar.
Það var svo Helena Sverrisdóttir sem var stigahæst með liðinu sínu DVTK Miskolc í sex stiga heimasigri á toppliði HAT AGRO UNI Gyõr í ungversku edildinni í gær.
 
Helena skoraði 13 stig á 24 mínútum í leiknum og bætti einnig við 5 fráköstum og sendi  2 stoðsendingar. Helena var önnur hæst í framlagi í sínu liði (17), tveimur stigum á eftir hinni bandarísku Rebeccu Tobin sem var með 9 stig og 17 fráköst.
Fréttir
- Auglýsing -