spot_img
HomeFréttirKeflavík valtaði yfir Njarðvík

Keflavík valtaði yfir Njarðvík

 Keflavíkurstúlkur komu sér á sigurbraut á ný í kvöld með sigri á grönnum sínum í Njarðvík 58:84.  Keflavík leiddi megnið af leiknum og óhætt að segja að sigurinn er fyllilega verðskuldaður. 
 
Keflavíkurstúlkur höfðu harma að hefna eftir að hafa tapað í síðasta leik þessara tveggja liða.  Jafnræði var með liðunum framan af leik en eftir fyrsta fjórðung tóku Keflavík öll völd á vellinum og voru fljótlega komnar í þetta 10 stiga forskot sem þær fóru með í veganesti til hálfleiks.  Keflavík héldu áfram að hamra stálið og þegar best lét hjá þeim var forysta þeirra í 29 stigum.  Síðasti fjórðungur var í raun formsatriði að klára og endaði leikurinn sem fyrr segir með stórsigri Keflavíkur. 
 
Það var í raun ótrúlegt hversu litla trú Njarðvíkurstúlkur höfðu á verkefni kvöldsins og þá sérstaklega í ljósi þess að þær sigruðu jú síðasta leik milli liðana. Leikur þeirra var tilviljanakenndur og oftast nær voru það slök þriggjastiga skot eða örvæntingarskot sem fóru í loftið hjá þeim grænklæddu.  En sóknin er víst aldrei betri en vörnin leyfir og það er Keflavíkurliðinu til hróss að þær voru að spila fína vörn þetta kvöldið.  
 
Með þessu tapi eru Njarðvíkurstúlkur fallnar í 1. deild þar sem að Grindavík náði sér í 2 stig í Hveragerði í kvöld og aðeins tvær umferðir eftir í deildinni.  Keflavík rígheldur í þriðja sæti deildarinnar og ljóst er að nær ná heldur ekki ofar í deildinni að sinni þar sem að Haukar hafa nú 6 stiga forskot á þær. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -