spot_img
HomeFréttirÞrjátíu tímabil í efstu deild

Þrjátíu tímabil í efstu deild

Sænska körfuknattleikskonan Marie Söderberg hefur gefið út að hún muni hætta að loknu þessu tímabili. Það sem er merkilegt við það er að Söderberg þessi hefur leikið í efstu deild í þrjátíu ár og hættir nú 48 ára gömul.
 
Síðustu 5 árin hefur hún verið að spila um 25 mínútur í leik og skora 5 stig. Söderberg er þó ekki elsti leikmaður Visby Ladies því Lotta Sjöberg sem einnig leikur af krafti með liðinu er ári eldri. Til gamans má geta að Hafdís Helgadóttir aðstoðarþjálfari Vals hætti í efstu deild veturinn 2010-11 en hún er jafnaldra Söderberg.
 
Fréttir
- Auglýsing -