spot_img
HomeFréttirHelgi Björn meiddur

Helgi Björn meiddur

Óvíst er hvort framherjinn öflugi Helgi Björn Einarsson, sem leiki hefur með Haukum í vetur, muni klára tímabilið með Hafnarfjarðarliðinu. Helgi hefur átt við þrálát eymsli í hálsi að stríða allt tímabilið sem nú eru orðin þess eðlis að hann getur ekki lengur tekið þátt og hefur því ákveðið að taka sér hvíld.
 
Helgi var ekki með Haukaliðinu sem sigraði Keflavík í síðustu umferð en var þó í búning gegn Njarðvík í umferðinni þar á undan en spilaði einungis í fjórar mínútur. Það er óskandi fyrir Hauka að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á liðið en Hafnfirðingar hafa úr breiðum hópi að velja og ættu að geta fundið mann til að leysa Helga af.
 
Mynd/ Helgi Björn í baráttunni fyrr í vetur.
Fréttir
- Auglýsing -