Breska körfuknattleikssambandið gæti verið í tómu veseni með að fjármagna komandi Evrópukeppni og þar með ferð til Íslands. Ástæðan er sú að Breska íþróttasambandið hefur ákveðið að körfuboltinn eða breska körfuknattleikssambandið muni ekki fá neinu fé úthlutað úr þeim sjóði sem þar er. Heldur verður öllu fé nú varið í þær íþróttir sem líklegar þykja til að vinna til verðlauna á ólympíuleikunum.
Íþróttir á borð við róður, bogfimi, dýfingar og júdo hafa allar hlotið styrk nú þegar en körfuboltinn náði ekki inn. ”Við gætum hæglega náð inn á ólympíuleikana í Ríó De Janero en fyrst þurfum við að komast í Evrópukeppnina og það þurfum við nú að gera með hendur bundar bakvið bak.” sagði Roger Moreland framkvæmdarstjóri breska körfuknattleikssambandsins.
Mynd. Luol Deng skærasta stjarna þeirra Breta.



