Valskonur tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppnina í kvöld með stórsigri á liði Hamar sem hafði verið að þjarma vel að Valskonum í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar. Svo fór að Valskonur unnu stórsigur , 88:54 eftir að staðan var 46:31 í fyrri hálfleik.
Fyrsti leikhluti:
Valur byrjar betur og skorar fyrstu 6 stigin og nær að trufla sóknaraðgerðir Hamars, staðan 6-2 eftir 2 mínútur. Liðin skiptast á körfum en pressuvörn Vals verður til þess að þær ná að halda forystunni 13-6 og 4 mínútur liðnar og þegar 5 mínútur eru liðnar er staðan 17-8. Hamar nær góðu áhlaupi og minnkar muninn í 3 stig 17-14 þegar ræpar tvær mínútur eru eftir af leikhlutanum en Vallsliðið hefur ekki skorað í 4 mínútur en Kristrún setur tvö víti og Valur stelur boltanum og skorar og munurinn aftur kominn í 7 stig þegar hálf mínúta er eftir 21-14, eftir Hamarsvíti endar leikhlutinn 21-15 fyrir Val. Anna Martin leiðir Valsliðið með 9 stig og Marín Laufey Davíðsdóttir er með 8 stig og 5 fráköst fyrir Hamar. Chelsie Alexa Schweers er aðein með 2 stig af vítalínunni en eftir að hafa verið í strangri gæslu Valsvarnarinnar hefur hún aðeins náð tveimur skotum á körfuna!
Annar leikhluti:
Baráttan er talsverð í leiknnum og einhver pirringur farinn að gera vart við sig hjá leikmönnum, Schweers er greinilega ekki sátt við gæslu Vals en setur þó þrist en Hamarsstelpum gegnur erfiðlega að finna körfuna. Valsliðið skorar nokkrar körfur og nær 12 stiga forskoti þegar 2 mínútur eru liðnar 30-18. Valsliðið eykur á forskotið og munurinn er kominn í 16 stig þegar 5:48 eru eftir af leikhlutanum en Valsliðið nær að stela boltanum nokkrum sinnum og skora úr hraðaupphlaupum en þá tekur Hallgrímur þjálfari Hamars leikhlé í stöðunni 36-20. Fanney Lind Guðmundsdóttir skorar 5 stig fyrir Hamar en Valsliðið nær að svara og leiðir 40-25 þegar 3 mínútur eru eftir. Liðin skiptast á körfum síðustu mínúturnar og staðan í hálfleik er 46-31. Vörn Valsliðsins er að skapa þessa forystu en Anna Martin er komin með 16 stig og 2 stoðsendingar, María Björnsdóttir með 8 stig og 5 stolna bolta fyrir Val en Marín Laufey er með 14 stig og 8 fráköst og Fanney Lind með 9 stig og 6 fráköst leiða Hamarsliðið. Valsvörnin hefur haldið Alexa Schweers í aðeins 5 stigum en hún skoraði þrist í upphafi leikhlutans og síðan ekki söguna meir.
Skotnýting Hamars í tveggja stiga skotum er 32% en liði hefur þurft að vinna verulega fyrir öllum stigum sínum. Þriggja stiga nýtingin beggja liða er hræðileg 20% hjá Val en 32% hjá Hamri.
Þriðji leikhluti:
Hamarsliðið kemur með látum í seinni hálfleikinnn og baráttan skín úr andlitum leikmanna beggja liða en liðin skiptast þó á körfum og eftir góða byrjun Hamars nær Valsliðið að svara fyrir sig og staðan 52-39 eftir 2 mínútur. Stemmning innan vallar og utan er gífurleg enda mikilvægi leiksins gífurlegt fyrir bæði lið! Taugaspennan nær yfirhöndinni í næstu sóknum og mistök verða á báða bóga. Martin fer þá aldeilis í gang hjá Val og hefur sett 9 stig á fyrstu 4 mínútum leikhlutans en ekkert gengur að losa um Schweers hjá Hamri sem hefur aðeins skorað 2 stig af vítalínunni í leikhlutanum, staðan orðin 59-39 fyrir Val! Forysta Vals fer í 25 stig 64-39 þegar 5 mínútur eru liðnar af leikhlutanum og sigurinn blasir við liðinu með sama áframhaldi. Hamarsliðið nær að stöðva Valsliðið til loka leikhlutans og aðeins losnar um Schweers sem nær nokkrum körfum á síðustu mínútum leikhlutans sem endar með 18 stiga forystu Vals 66-48. Valsliðið aðeins skorað 2 stig síðustu 5 mínútur leikhlutans! Anna Martin átti stórleik í þriðja leikhluta og skoraði 14 stig Alexa Schweers komst loks í skot og skoraði 8 stig í leikhlutanum.
Fjórði leikhluti:
Anna Martin skorar fyrstu 5 stigin í lokaleikhlutanum og kemur Val í 71-48 eftir 1:30 mínútur. Valsliðið bætir í frekar en hitt og nær að auka forskotið en ákveðið vonleysi færist smátt og smátt yfir Hamarsliðið þegar ekkert virðist ganga upp. Vörn Vals er að spila fyrnavel og liðið nær nokkrum auðveldum körfum á meðan ekkert gengur Hamars megin staðan orðin 77-48 þegar 6 mínútur eru eftir af leiknum. Valsliðið byrjar lokafjórðunginn 11-0! Áfram heldur stórskotahríð Vals og munurinn orðinn 33 stig 83-50 og 5 mínútur eftir af leiknum. Valsliðið nær að tryggja sæti í úrslitakeppninni með öruggum sigri gegn Hamri 88-54. Það var vörn Valsliðsins sem öðru fremur skóp þennan sigur en Hamarsliðið tapaði 35 boltum í leiknum og Valsliðið stal 23 boltum! Anna Martin átti frábæran leik með 38 stig og 5 stoðsendingar, María Björnsdóttir var áberandi í varnarvinnunni og skoraði auk þess 16 stig og stal 6 boltum. Hamarsliðið náði aldrei að ógna Valsliðinu en Marín Laufey Davíðsdóttir var með 18 stig og 10 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 15 stig og 10 fráköst og Chelsie Alexa Schweers var með 13 stig og 10 fráköst.
Hannes Birgir Hjálmarsson / Vodafonehöllin að Hlíðarenda



