spot_img
HomeFréttirÞað er aukakostnaður en ekki svo mikill

Það er aukakostnaður en ekki svo mikill

 Hannes Jónsson formaður KKÍ settist niður með okkur hér á Karfan.is og tók smá spjall með okkur varðandi ráðningu nýss þjálfara A landsliðsins.  Það eru vissulega einhverjir sem hugsa með sér, afhverju er ekki ráðin íslendingur og þá sérstaklega í ljósi bágs fjárhags sambandsins. Hannes fór yfir þetta í viðtali sem hægt er að lesa hér að neðan. 

Hvernig bar það upp að Craig kom til greina? Hvaðan heyrðu þið af honum? Sótti hann um eða nálguðust þið hann ?
 
Eftir að endanlegt svar koma frá Peter þá fundaði afreksnefndin um næsta skref og var nafn Craig eitt af því sem kom fljótlega upp í umræðunni og var athugað hvort hann mögulega hefði áhuga á þessu starfi. Einnig voru áhugasamir þjálfarar erlendis sem höfðu samband og sóttust eftir starfinu. Starf landsliðsþjálfara er að sjálfsögði eftirsótt og eins og keppnisdagatalið er í alþjóðakörfuboltannum í dag þá geta þjálfarar verið hjá félagasliðum yfir keppnistímabilið sept-maí og svo með landslið á sumrin og það gerir stöðu landsliðsþjálfara enn meira spennandi og mögulegt fyrir marga einstaklinga.
 
 
 
Í ljósi fjárhags KKÍ var þá ekki byrlegra að leita af þjálfara innanlands? Hlýtur að vera einhver auka kostnaður að hafa erlendan þjálfara.
 
Já það er smá aukakostnaður við erlendan þjálfara en hann er samt ekki mikill, það er einstaklingur innan körfuboltafjölskyldunnar sem hjálpar okkur með góða íbúð , Hertz bílaleiga styður vel við bakið á okkur þannig að hann geti verið á bíl og Icelandair er samstarfsðili okkar einnig og aðstoðar okkur varðandi flug. Þannig að þegar allt er tekið inn í þá tekst þetta allt með aðstoð góðra aðila.
 
 
 
Voru margir aðrir sem komu til greina?
 
Já það voru þó nokkrir sem komu til greina og mörg nöfn nefnd í umræðunni á fyrstu stigum. Á endanum voru fjórir einstaklingar teknir í viðtöl ásamt því að skoða þá einstaklinga vel með því að ræða við aðila sem hafa unnið með þeim á undanförnum árum. Afreksnefndin vann þessa undirbúiningsvinnu og á endanum var svo gerð til tillaga til stjórnar sambandsins frá nefndinni um Craig sem nýja þjálfara A-landsliðs karla.
 
 
 
Voru einhverjir innlendir þjálfarar í umræðunni og ef svo var rætt við þá?
 
Það voru nokkrir íslenskir þjálfarar að sjálfsögðu í umræðunni en ekki var rætt við neinn af þeim á endanum en við eigum öfluga þjálfara og við erum svo heppin að hafa marga þeirra í störfum fyrir KKÍ í dag í landsliðstarfinu okkar
 
 
Nú eru A-landslið kvenna að fara í C-deild Evrópukeppninar í sumar verður Sverrir Þór áfram stelpurnar?
 
Þær keppa í Austurríki í júlí en C-deildin er spiluð á einni viku , því miður er sú keppni ekki „heima og heiman“ þannig að stelpurnar munu ekki keppa landsleik hér heima á þessu ári en á næsta ári þá munu þær spila landsleiki hér á Íslandi. Við erum þessa dagana að klára ráðningu á landsliðsþjálfara A-landslið kvenna og mögluega verður Sverrir áfram með þær. Ég vona að við getum klárað það mál á næstu dögum.
 
Fréttir
- Auglýsing -