Í kvöld var leikið á nokkrum vígstöðum í körfuboltanum. Þrír leikir voru í úrvalsdeild karla en þar bar helst að Þórsara úr Þorlákshöfn sigruðu “spútnik lið” Hauka á Ásvöllum 66:80. Snæfell sýndu gestum sínum frá Ísafirði litla sem enga gestrisni og sendu þá heim með 30 stiga tap 106:76. Það voru svo Stjörnumenn sem sóttu sigur í Vodafone höllina með sigri á Valsmönnum en lokastaða leiksins er óljós sem stendur.
Í 1. deild voru það FSU sem sóttu sigur á Skagann 113:114 í æsispennandi leik sem fór í framlengingu. Hattarmenn á Egilsstöðum sigruðu svo Augnablik 115:71.
Það voru svo Akureyriingarnir í Þór sem sigruðu topplið Tindastóls 93:88.



