Haukar og Keflavík mættust í unglingaflokki kvenna í bikarúrslitum í Grindavík núna kl 16 í dag. Leikurinn var jafn allt til loka og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum sem að úrslit leiksins réðust þegar Sara Rún Hinriksdóttir setti úrslitastigin. 55:57 varð niðurstaðan og Keflavík bikarmeistari unglingaflokki kvenna 2014
1. leikhluti
Keflavík hóf leikinn af krafti og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins og en ekki leið á löngu að Haukastúlkur voru komnar í sinn gír en leikurinn var hníf jafn framan af og kannski líkt í leikjunum hér á undan þá þróaðist þessi á sama hátt. Bæði lið voru að hitta nokkuð vel og staðan 20:25 eftir þennan fyrsta leikhluta.
2. leikhluti
Haukar hófu leik á því að minnka muninn strax niður með fyrstu fjórum stigum leikhlutans. Keflavík voru í mesta basli í sínum sóknarleik og eftir tæpar fimm mínútur af leikhlutanum höfðu Keflavík ekki enn náð að skora. Andy Johnston þjálfari Keflavíkur fannst sínar stúlkur ekki vera að gera þetta eftir hans höfði og ákvað að hlíða þeim yfir. Loksins náði Sara Rún að skora fyrir Keflavík eftir gegnum brot og nett sniðskot staðan 26:27 Keflavík í vil og fimm mínútur til leikhlés. Svona var staðan föst í um fjórar mínútur eða þangað til að Lovísa Björt Henningsdóttir setti þrist fyrir Hauka. Stuð myndaðist hjá stuðningsmönnum Hauka þegar DJ hússins setti á Pharrel Williams lagði Happy og ekki laust við að það hafi smitað inná völlinn til Hauka stúlkna. Í það minnsta fóru þær til leikhlés með 4 stiga forystu 31: 27.
3. leikhluti
Fyrstu stig seinni hálfleik létu bíða eftir sér en eftir þriggja mínútna leik var það loksins Sylvía Rún Hálfdánardóttir hjá Haukum sem laumaði niður sniðskoti. Leikurinn var svo til í járnum framan af þriðja leikhluta en munurinn var sá að Haukar voru að setja sín skot niður og Margrét Rósa Hálfdánardóttir setti niður þrist og koma liði sínu í 36:30 þegar fjórar mínútur voru eftir af hlutanum. Keflavík voru þó aldrei langt undan og munurinn alltaf þetta um fjögur stig Haukum í vil. Haukastúlkur voru grimmar í öll sóknarfráköst sem þau mögulega komust í og það skilaði þeim auka skotum í sókn þeirra. Þegar yfir lauk þá höfðu Haukastúlkur komið sér í 5 stiga forskot fyrir síðasta fjórðung, 42:37.
4. leikhluti
Sara Rún Hinriksdóttir hóf leikhlutan á gegnum broti og setti tvö stig og fékk víti að auki og munurinn komin niður í 2 stig. Sara Rún setti niður vítið og setti svo tvo stig í viðbót og leikurinn orðinn jafn í 42 stigum. Það var ögn meiri skynsemi í leik Hauka næstu mínúturnar í leiknum. Á meðan Haukar voru að taka nokkuð opin skot og setja þau niður voru Keflavíkurstúlkur að þröngva erfiðum skotum upp. Það kannski segir mikið um varnarleik Hauka sem var að gera prýðis hluti á þessum tíma. Dagbjört Samúelsdóttir setti niður á skömmum tíma tvo þrista fyrir Hauka og staðan komin í 54:46 þegar fimm mínútur voru til loka leiks. Andy Johnston tók leikhlé og messaði yfir sínum dömum og það virtist að einhverju leiti virka. Keflavik komu muninum niður í 4 stig á einni mínútu og í stöðunni 55:51 þá vildi Ingvar þjálfari Hauka prófa sama meðal á sitt lið. Þetta virtist ekki virka því það voru Keflavíkurstúlkur sem náðu loksins að jafna leikinn í 55:55. Þessi staða var þegar rétt tæp mínúta var til loka leiks og Haukar með boltann í sókninni eftir klaufaskap hjá Keflvíkurstúlkum, já eða bara glimmrandi baráttu hjá Sylvíu Rún Hálfdánardóttir hjá Haukum sem stal boltanum af harðfylgi. Lovísa Falsdóttir lék þann leik eftir og stal boltanum svo starx af Haukum. Kelfavík átti boltann þegar 22 sekúndur voru eftir og eftir hárbeitta sókn og glæsilega stoðsendingu Söndru Lind Þrastardóttir á Söru Rún Hinriksdóttir höfðu Keflavík komið sér í 55:57 þegar aðeins 8 sekúndur voru til loka leiks. Í loka sókn Hauka þá náði Lovísa Falsdóttir að blokka síðasta skot Margrét Rósu Hálfdánardóttir og þar með var sigur Keflavíkur í höfn. 55:57 varð lokastaða leiksins.
Sara Rún Hinriksdóttir var svo valin maður leiksins með 20 stig og 14 fráköst.
Byrjunarlið Keflavíkur:
Lovísa Falsdóttir
Telma Lind Ásgeirsdóttir
Sara Rún Hinriksdóttir
Sandra Lind Þrastardóttir
Aníta Eva Viðarsdóttir
Byrjunarlið Hauka
Lovísa Björt Henningsdóttir
Sylvía Rún Hálfdánardóttir
Margrét Rósa Hálfdánardóttir
Þór Kristín Jónsdóttir
Dagbjört Samúelsdóttir



