spot_img
HomeFréttirZaragoza tapaði á heimavelli

Zaragoza tapaði á heimavelli

 Jón Arnór Stefánsson og hans félagar í CAI Zaragoza töpuðu í dag gegn liði Gran Canaria 77:84 á heimavelli sínum.  Svo virðist sem Gran Canaria voru ávallt skrefinu á undan í leiknum og juku lítið en þó jafnt á forskot sitt út leikinn og sigruðu að lokum.  Jón Arnór Stefánsson spilaði 26 mínútur og setti 17 stig fyrir Zaragoza og var þeirra stigahæstur en það dugði skammt.  Zaragoza er í 6. sæti deildarinnar en Gran Canaria eru í sætinu fyrir ofan eða því 5. og því var þetta gríðarlega súrt tap.  Sem fyrr eru Real Madrid á toppnum ósigraðir.
 
Fréttir
- Auglýsing -