spot_img
HomeFréttirStórglæsileg bikarhelgi í Grindavík

Stórglæsileg bikarhelgi í Grindavík

 Nú um nýliðna helgi fóru fram bikarúrslit yngriflokka og í þetta skiptið var það haldið í Grindavík.  Það voru tár, bros og Nike körfuboltaskór alla helgina í Röstinni og Karfan.is óskar öllum þeim liðum sem komust í úrslit til hamingju með árangurinn.  Einnig viljum við þakka Grindvíkingum fyrir stórglæsilega helgi og gestrisni. Framkvæmdin á helginni fær hæstu einkunn og því bar að hrósa. 
 
 
Leikirnir frá helginni voru allir teknir upp á vídeo og nú er hægt að nálgast þá með því að senda póst á [email protected] og taka fram hvaða leik er óskað eftir. Hver leikur kostar 1500 kr. 
 
Unglingaráð UMFG vildi svo þakka öllum þeim leikmönnum, starfsmönnum ,áhorfendum og öðrum gestum fyrir frábæra bikarhelgi. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -