spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Flest úrslit "eftir bókinni"

Úrslit kvöldsins: Flest úrslit “eftir bókinni”

 Síðasta umferð Dominosdeildar karla var leikin í kvöld og fóru leikar þannig að Njarðvíkingar sigruðu Stjörnumenn í Ásgarði, 61:84.  ÍR lokaði tímabilinu með stæl og sigruðu Þór Þorlákshöfn 95:85.  KR sigruðu Hauka 74:86 á útivelli. Grindvíkingar sigruðu Skallagrím 86:70, Valsmenn sigruðu botnslaginn gegn KFÍ 94:84 og svo í hörku rimmu voru það Keflvíkingar sem sóttu sigur í Stykkishólmi gegn Snæfell 84:89. 
 
Liðin sem mætast því í úrslitakeppninni eru því þessi. 
 
KR – Snæfell
Keflavík – Stjarnan
Grindavík – Þór Þ. 
Njarðvík – Haukar
 
KFÍ og Valur koma til með að leika í 1. deild að ári eftir fall úr deildinni. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -