spot_img
HomeFréttirSúrsætur endir á vetrinum hjá ÍR

Súrsætur endir á vetrinum hjá ÍR

  ÍR ingar unnu í kvöld flottan sigur á Þorsurum frá Þorlákshöfn. Þrátt fyrir að eiga ekki séns á úrslitakeppninni þetta árið mættu ÍR ingar grimmir og ákveðnir til leiks
 
 
Þórsarar voru reyndar ívið sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 8 stigum 38-46. ÍR liðið mætti hinsvegar afar vel stemmt til leiks í seinni hálfleik. Jafna leikinn í 3.leikhluta og keyra svo yfir Þórsara í lok 4.leikhluta og landa sanngjörnum 95-85 sigri. Súrsætt hjá ÍR liðinu sem enda tímabilið frábærlega en komast ekki í urslitakeppnina
 
Þeir geta hinsvegar vel við unað úr því sem komið var en liðið var í fallsæti um áramótin en sigra svo 7 leiki af 11 á lokakaflanum.Þórsarar hefðu eflaust kosið betra veganesti fyrir úrslitakeppnina en geta eigi að síður farið nokkuð brattir inn í komandi átök enda með skemmtilegt lið sem getur sigrað öll lið á góðum degi. Benni er mikill refur og verður fróðlegt að sjá hvað lærisveinar hans gera í úrslitakeppninni
 
Í þessum leik bar Matthías Orri af og smellti í frábæra þrennu en kappinn setti 17 stig, gaf 16 stoðsendingar og reif niður 10 stoðsendingar
 
Björgvin og Hjalti áttu einnig frábæran dag en 6 leikmenn hjá ÍR settu 10 stig eða meira
 
Hjá Þór var Mike Cook bestur en þeir Tómas og Emil áttu einnig góðan dag
 
Mynd (úr safni AF):  Matthías Orri var með þrennu í gær
Fréttir
- Auglýsing -