Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist ekki halda áfram með meistaraflokk félagsins. Það var hins vegar tilkynnt í gær að unglingaráð UMFN og Einar Árni hafa gert með sér 5 ára samning þess efnis að haldi áfram starfi sínu sem yfirþjálfari yngriflokka. Þetta eru vissulega gleðifréttir fyrir þá Njarðvíkinga þar sem Einar hefur unnið gríðarlega öflugt starf fyrir félagið síðastliðin 20 ár eða svo.
“Já það var eitthvað um það eins og gengur og gerist. Það voru einhver félög sem höfðu samband og ég sagði mönnum sem væri að ég myndi hugsanlega skoða aðra kosti en ég myndi setjast fyrst niður með unglingaráðinu og það lá svo sem fyrir eftir fyrsta fund milli okkar að það var gagnkvæmur vilji á áframhaldandi samstarfi og það á langtíma forsendum. Staðan hjá mér er náttúrulega sú að ég hef verið að þjálfa yngri flokka í UMFN svo til allan minn feril og þar sem ég kann rosalega vel við mig í kennslu við Njarðvíkurskóla og bý hér með minni fjölskyldu þá mælir ansi margt með því að halda áfram að vinna í grasrótinni hjá uppeldisfélaginu sem manni þykir mjög vænt um.” sagði Einar við heimasíðu UMFN.
Viðtal við Einar í heild sinni á heimasíðu UMFN er hægt að skoða hér.



