spot_img
HomeFréttirEkki í búning nema það gerist kraftaverk

Ekki í búning nema það gerist kraftaverk

Chinna Unique Brown meiddist í fyrsta leik úrslitakeppninnar með Snæfell gegn Val. Deildarmeistarar Snæfells höfðu sigur í leiknum og komust í 1-0 forystu en Valskonur jöfnuðu einvígið í næsta leik þar sem Brown lék ekki með sökum meiðslanna. Liðin mætast aftur annað kvöld í Stykkishólmi og segir Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells að nánast kraftaverk þurfi til að Brown verði í búning annað kvöld.
 
 
„Hún er með illa skaddað liðband á rist eða jafnvel slitið svo hún verður líklega ekki í búning á morgun nema það gerist eitthvað kraftaverk,“ sagði Ingi en hann er þessum málum ekki ókunnugur enda meiddist Jay Threatt leikstjórnandi karlaliðs Snæfells í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. „Svona var þetta líka með Sean Burton 2010,“ minnti Ingi á en það tímabil leysti Jeb Ivey hann af hólmi og Snæfell fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Þannig trakteringum er ekki hægt að beita í núverandi umhverfi og ekki mögulegt fyrir kvennalið Snæfells að fá inn nýjan erlendan leikmann á þessum tímapukti tímabilsins.
  
Fréttir
- Auglýsing -