spot_img
HomeFréttirKomast Haukar í úrslit í kvöld?

Komast Haukar í úrslit í kvöld?

Í kvöld fara fram tveir leikir í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna. Haukar og Keflavík mætast í Schenkerhöllinni þar sem Haukar geta tryggt sér sæti í úrslitum og þá eigast við Snæfell og Valur í Stykkishólmi þar sem staðan er 1-1 í einvíginu og sáralitlar ef nokkrar líkur á því að Chynna Unique Brown verði með sökum meiðsla sem hún hlaut í fyrstu viðureign liðanna. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
 
Haukar-Keflavík, 19:15 í kvöld
Staðan í einvígi: 2-0 fyrir Hauka
Haukar unnu fyrsta leikinn 66-61 en duttu svo í fluggírinn úti í Keflavík með 65-81 sigri. Haukum dugir sigur í kvöld til að tryggja sér farseðilinn inn í úrslit og réttinn til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Ef Keflavík vinnur og minnkar einvígið í 2-1 verður fjórði leikur liðanna úti í Keflavík þann 22. mars næstkomandi.
 
Snæfell-Valur, 19:15 í kvöld
Staðan í einvígi: 1-1
Snæfell vann fyrsta leikinn í seríunni 95-84 úti í Stykkishólmi en Valur jafnaði metin í 1-1 á mánudagskvöld með 78-66 sigri þar sem Chynna Brown var fjarverandi í liði Snæfells sökum meiðsla. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells býst við að aðeins kraftverk gæti komið Brown í búning fyrir leik kvöldsins.
 
Í dag er einnig leikið í yngri flokkum og neðri deildum en alla leiki dagsins má sjá hér.
 
Mynd/ [email protected] – Dagbjört Samúelsdóttir og Haukakonur fá Keflavík í Schenkerhöllina í kvöld. Með sigri komast Haukar í úrslitarimmuna.
  
Fréttir
- Auglýsing -