spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppni karla: Keflavík-Stjarnan (Tölfræði)

Úrslitakeppni karla: Keflavík-Stjarnan (Tölfræði)

Keflavík og Stjarnan hafa lengi eldað grátt silfur saman í úrslitakeppni og það er engin ást og hamingja milli þessara liða. Stjarnan sló út Keflavík í úrslitakeppninni í fyrra í oddaleik eftir mjög litríka seríu en Stjörnuliðið er allt annað í ár en það var þá. Gengi liðsins hefur verið brösótt og því ekki víst að Stjarnan geti veitt Keflavík mikla andstöðu núna. Magnús Gunnarsson sagði nýverið í viðtali að þetta sé besta Keflavíkurlið sem hann hafi spilað fyrir og ég held að það sé ekki fjarri lagi. Liðið spilar agaðan bolta og hafa fært svæðisvarnarleik upp á nýtt plan.
 
Keflvíkingar hafa hins vegar sýnt að svæðisvörnin þeirra er ekki óbrjótanleg, en það er alls óvíst að Stjarnan hafi leikmenn sem gætu mögulega nýtt sér þær glufur sem finnast í henni. Á hinn bóginn gefur vörn Stjörnunnar ansi mikið af þriggja stiga skotum eða um 30 í leik og komist einhver af skyttum Keflavíkur í gírinn í þessari seríu geta Stjörnumenn pakkað saman. Andstæðingar Stjörnunnar fá um 37% af stigum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og það er ansi dýrt þegar í úrslitakeppni er komið.
 
Fréttir
- Auglýsing -