spot_img
HomeFréttirAndy í banni í fyrsta leik gegn Stjörnunni

Andy í banni í fyrsta leik gegn Stjörnunni

Bandaríkjamaðurinn Andy Johnston mun taka út leikbann annað kvöld og verður því ekki við stjórnartauma Keflavíkurliðsins er það leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppni Domino´s-deildarinnar gegn Stjörnunni.
 
 
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í gær var Andy dæmdur í bann vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Keflavíkur þann 16. mars síðastliðinn. Falur Harðarson formaður KKD Keflavíkur og Jón N. Hafsteinsson þjálfari drengjaflokks félagsins munu stýra Keflvíkingum í leiknum gegn Stjörnunni á morgun.
  
Fréttir
- Auglýsing -