Fyrri dagurinn í 64 liða úrslitunum var nokkur góður (á fimmtudag). Margir skellir og fjórar framlengingar. Dayton (11) skellti Ohio St. (6) í góðum leik. Harvard (12) lagði Cincinnati (5) í frábærum leik þar sem góð þjálfun, íþrótta- og aðrar gáfur lögðu stærra og hæfileikaríkara lið. Einnig skellti hið skemmtilega lið N. Dakota State (12) Íslendingaliðinu Oklahoma (5).
Fimmtudagur byrjar með látum. Í fyrsta leik dagsins lagði Mercer (14) stórveldið Duke (3) með 78 stigum gegn 3. Það virðist að “litlu” liðin sem er með reynsluríka leikmenn á þriðja og fjórða ári eigi ágæta möguleika gegn stóru liðunum sem eru með frábæra leikmenn á fyrsta ári sem eru í “vistarbandi” áður en þeir fara að þéna ótrúlegar fúlgur í NBA. Mercer barðist vel í leiknum, tóku góðar ákvarðanir, tóku góð skot og hittu vel úr vítum. Duke byrjaði vel og var með góða stöður þegar lítið var eftir, þegar þeir voru yfir 63-58. En þá fóru taugar liðsins og ákvarðanir voru ekki góðar á meðan reynsluríka lið Mercer gekk á lagið og landaði sigri.
Í gær héldu svo herlegheitin áfram. Og áfram héldu óvæntu úrslit eins og er nú árlegt. North Dakota sló út Oklahoma 75:80. Spútnik lið síðustu ára VCU var lágu fyrir eigin meðali þegar Austin háskólinn sló þá út í gær. North Caroline sluppu með skrekkinn og unnu Providence með aðeins 2 stigum.



