spot_img
HomeFréttirVísir.is: Hrafn tekur við af Teiti hjá Stjörnunni

Vísir.is: Hrafn tekur við af Teiti hjá Stjörnunni

Stjörnumenn mæta til leiks næsta vetur með nýjan þjálfara en Teitur Örlygsson lætur af störfum eftir tímabilið. Eftirmaður hans verður Hrafn Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari KFÍ, Þórs, Breiðabliks og KR. Þetta hefur Fréttablaðið eftir öruggum heimildum. www.visir.is greinir frá.
 
 
Það kemur ekki mikið á óvart að Teitur skuli láta af störfum en margir bjuggust við því að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. Hann ákvað að taka slaginn eitt tímabil til viðbótar en ætlar nú að yfirgefa Garðabæinn.
 
„Ég veit ekki hvað ég geri. Ég get alveg viðurkennt að mig er farið að langa í smá frí en ég þori samt ekki að lofa neinu á þessum tímapunkti,“ sagði Teitur við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum.
 
 
Mynd/ Hrafn með Íslandsmeistaratitilinn eftir að KR hafði lagt Stjörnuna, undir stjórn Teits, að velli í Ásgarði í úrslitum tímabilið 2010-2011.
Fréttir
- Auglýsing -