spot_img
HomeFréttirValencia stakk af í fjórða

Valencia stakk af í fjórða

Hörður Axel Vilhjálmsson lék í rúmar 7 mínútur í dag þegar CB Valladolid lá heima gegn Valencia í ACB deildinni á Spáni. Herði tókst ekki að skora í leiknum en tók eitt frákast og var með eina stoðsendingu. Stigahæstur í tapliði Valladolid var Omari Johnson með 19 stig.
 
 
Valencia stakk af í fjórða leikhluta en þessar tíu síðustu mínútur leiksins unnu Valencia 12-32. Valladolid er sem fyrr á botni ACB deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu og tapað 22.
 
CAI Zaragoza verður á ferðinni á morgun þegar liðið mætir La Bruja de Oro eða Gylltu nornunum þar sem Haukur Helgi Pálsson lék á síðasta tímabili.
 
Staðan í ACB deildinni
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 23 23 0 2,040 1,609  
2   Valencia Basket 24 21 3 2,050 1,770  
3   FC Barcelona 23 17 6 1,850 1,605  
4   Herbalife Gran Canaria 23 16 7 1,725 1,630  
5   Unicaja 23 15 8 1,820 1,683  
6   CAI Zaragoza 23 14 9 1,817 1,713  
7   Labor Kutxa 23 12 11 1,866 1,852  
8   Cajasol 23 12 11 1,686 1,694  
9   Joventut FIATC 23 11 12 1,792 1,797  
10   Rio Natura Monbus 24 10 14 1,801 1,821  
11   Bilbao Basket 23 9 14 1,802 1,802  
12   Gipuzkoa Basket 23 9 14 1,609 1,632  
13   Tenerife Iberostar 23 9 14 1,786 1,872  
14   Baloncesto Fuenlabrada 24 9 15 1,841 1,936  
15   Tuenti Mobile Students 23 7 16 1,729 1,838  
16   La Bruja de Oro 23 7 16 1,680 1,912  
17   Catholic University of Murcia CB 23 6 17 1,764 1,953  
18   CB Valladolid 24 2 22 1,638 2,177
  
Fréttir
- Auglýsing -