spot_img
HomeFréttirHörður: Það lang erfiðasta á mínum ferli

Hörður: Það lang erfiðasta á mínum ferli

Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður CB Valladolid og fyrrum leikmaður Keflavíkur og Fjölnis er í viðtali á heimasíðu Keflavíkur þar sem hann greinir frá því að yfirstandandi tímabil sé það lang erfiðasta sem hann hafi gengið í gegnum á sínum ferli.
 
 
Jæja, nú er fyrsta tímabilið þitt í efstu deild á Spáni senn að ljúka (ekki satt? :)) Hvernig hefur þetta tímabil verið?
Það eru enn tveir og hálfur mánuður eftir af tímabilinu og 11 leikir þannig að það er nóg eftir af deildinni. Þetta tímabil er búið að vera það lang erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum á mínum ferli, í raun bara virkilega erfitt á allan hátt.
 
En ertu sáttur með tímabilið hjá liðinu og eigin frammistöðu?
Nei, ég er langt í frá að vera sáttur með bæði eigin frammistöðu sem og frammistöðu liðsins. Það hefur verið mikið um brotföll úr liðinu þannig það hefur verið erfitt að ná upp stöðuleika, bæði sem einstaklingur og sem lið. Þá fengum við einnig ekkert undirbúningstímabil sem lið og það hefur haft ansi mikið að segja.  
 
  
Fréttir
- Auglýsing -