spot_img
HomeFréttirÚrslit: Höttur tók 0-1 forystu

Úrslit: Höttur tók 0-1 forystu

Höttur vann áðan góðan 72-84 útisigur á Þór Akureyri í undanúrslitum 1. deildar karla. Liðin áttust við á Akureyri og átti leikurinn upphaflega að fara fram kl. 18:00 en fresta varð honum til 20:30 sökum færðar.
 
 
Höttur leiðir því einvígið 0-1 og mætast liðin aftur á Egilsstöðum þann 25. mars næstkomandi. Sigur hjá Hetti í þeim leik tryggir þeim sæti í úrslitum en vinni Þór fer fram oddaleikur á Akureyri.
 
Þór Ak.-Höttur 72-84 (11-19, 18-15, 14-27, 29-23)
 
Þór Ak.: Jarrell Crayton 20/12 fráköst, Elías Kristjánsson 15, Ólafur Aron Ingvason 15/4 fráköst/10 stoðsendingar, Sveinn Blöndal 10/4 fráköst, Sindri Davíðsson 6, Einar Ómar Eyjólfsson 4, Reinis Bigacs 2/4 fráköst, Arnór Jónsson 0, Björn B. Benediktsson 0/4 fráköst, Daníel Andri Halldórsson 0, Páll Hólm Sigurðsson 0, Sveinbjörn Skúlason 0.
Höttur: Austin Magnus Bracey 22/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 20/5 fráköst, Gerald Robinson 14/8 fráköst, Viðar Örn Hafsteinsson 13/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8/6 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 5/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 2/4 fráköst, Ívar Karl Hafliðason 0, Stefán Númi Stefánsson 0, Sigmar Hákonarson 0, Frosti Sigurdsson 0.
Dómarar: Jón Bender, Steinar Orri Sigurðsson
Viðureign: 0-1 fyrir Hött
 
Fréttir
- Auglýsing -