Sverrir Þór Sverrisson var að vonum ekki sáttur með ósigur Grindavíkur í Þorlákshöfn í kvöld en hann sagði að um skrípaleik hefði verið að ræða. Þór setti met á tímabilinu með 48 vítaskotum í kvöld. Þorleifur Ólafsson meiddist í leiknum og fékk brottrekstrarvillu eftir leik eftir samskipti sín við dómara leiksins. Sverrir Þór taldi að mögulega væri um alvarleg meiðsli að ræða en það mun væntanlega skýrast betur á morgun.



