spot_img
HomeFréttirVísir.is: Nánast öruggt að ég spili ekkert meira

Vísir.is: Nánast öruggt að ég spili ekkert meira

Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, hittir lækni síðar í dag en óttast er að hann sé með slitið krossband í hné. „Þetta hefur ekki verið staðfest enn en það eru allar líkur á að krossbandið sé farið,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi í dag.
 
 
„Það er að minnsta kosti alvarlega skaddað og því er nánast öruggt að ég spili ekkert meira með liðinu þetta tímabilið,“ sagði fyrirliðinn en Þorleifur meiddist í leik Grindavíkur og Þórs í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í gær.
 
Þór vann leikinn og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum, 1-1.
 
„Ég var í vörn og steig aðeins til hliðar í vinstri fótinn þegar ég fékk smá högg frá sóknarmanninum. Það var ekki neitt til að tala um en við þetta setti ég allan þungann á fótinn og við það fór hnéð,“ sagði Þorleifur sem hefur aldrei orðið fyrir alvarlegum hnémeiðslum áður.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -