spot_img
HomeFréttirSundsvall tapaði fyrsta leik

Sundsvall tapaði fyrsta leik

Uppsala Basket hafa tekið 0-1 forystu gegn Sundsvall Dragons í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mættust í sínum fyrsta leik á heimavelli Sundsvall í kvöld þar sem Uppsala var ávallt skrefinu á undan og hafði að lokum 67-70 sigur í leiknum.
 
 
Person var stigahæstur hjá Sundsvall með 20 stig en Hlynur Bæringsson bætti við 11 stigum og 5 fráköstum. Jakob Örn Sigurðarson gerði 10 stig og tók 3 fráköst og þá var Ægir Þór Steinarsson emð 4 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar. Annar leikur liðanna fer fram á heimavelli Uppsala þann 28. mars næstkomandi.
  
Fréttir
- Auglýsing -