spot_img
HomeFréttirÚrslit: Höttur í úrslit

Úrslit: Höttur í úrslit

Höttur er komið í úrslit 1. deildar karla eftir spennusigur á Þór Akureyri á Egilsstöðum. Leiknum var enda við að ljúka með 79-78 sigri Hattar. Þórsarar áttu síðasta skot leiksins en það geigaði og Höttur fagnaði sigri. Höttur vann einvígið 2-0.
 
 
Austin Bracey var stigahæstur hjá Hetti með 24 stig og Gerald Robinson bætti við 18 stigum og 17 fráköstum. Hjá Þór var Jarrell Crayton með 27 stig og 15 fráköst og Sveinn Blöndal bætti við 18 stigum og 10 fráköstum.
  
Fréttir
- Auglýsing -