spot_img
HomeFréttirFjölnir eða Breiðablik í úrslit?

Fjölnir eða Breiðablik í úrslit?

Í kvöld ræðst það hvort Fjölnir eða Breiðablik mæti Hetti í úrslitum 1. deildar karla en oddaleikur Fjölnis og Blika fer fram í Dalhúsum í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 og hefst oddaleikurinn kl. 19:15.
 
 
Tindastólsmenn höfðu sigur í deildinni og munu leika í úrvalsdeild á næstu leiktíð og taka því ekki þátt í úrslitakeppni 1. deildar. Höttur vann einvígi sitt gegn Þór Akureyri 2-0 eftir hádramatískan slag liðanna á Egilsstöðum í gær. Fjölnir og Blikar hafa unnið sinn heimaleikinn hvert og má gera ráð fyrir Fjölmenni í Grafarvogi í kvöld.
 
Fjölnismenn unnu fyrsta leikinn örugglega 93-66 þar sem Davíð Ingi Bustion snéri sig á ökkla og var ekki með Fjölni í leik tvö þar sem Blikar jöfnuðu einvígið með 82-76 sigri.
  
Fréttir
- Auglýsing -