spot_img
HomeFréttirVisir.is: Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir

Visir.is: Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir

Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta.
 
„Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins.
 
„Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann.
 
 
Þá er einnig rætt við Rúnar Birgi Gíslason formann dómaranefndar: Megum ekki hálshöggva dómara fyrir hver mistök
Fréttir
- Auglýsing -