spot_img
HomeFréttirHalldór Garðar fjarverandi í kvöld

Halldór Garðar fjarverandi í kvöld

Halldór Garðar Hermannsson verður ekki með Þórsurum í kvöld þegar liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Grindavíkur í Röstinni í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla.
 
 
Á heimasíðu Þórsara segir:
 
Hinn ungi og efnilegi Halldór Garðar Hermannsson meiddist í sigrinum á Grindavík á sunnudaginn og verður ekki með í leiknum í kvöld. Halldór lenti illa á leikmanni Grindavíkur í fyrri hálfleik og varð að yfirgefa völlinn með snúinn ökkla. Hann prófaði að koma aftur inn á í seinni hálfleik en gat lítið beitt sér. Vonir standa til að strákurinn verði búinn að jafna sig fyrir heimaleikinn næsta sunnudag en þessi 17 ára pjakkur er orðinn mikilvægur leikmaður í meistaraflokki.
Halldór verður engu að síður á bekknum í búning og mun styðja liðsfélagana og taka þátt í leiknum frá hliðarlínunni.
  
Fréttir
- Auglýsing -