Næsta laugardag hefst úrslitaeinvígi Hauka og Snæfells í Domino´s deild kvenna. Það eru deildarmeistarar Snæfells sem hafa heimaleikjaréttinn og því er fyrsti leikur liðanna í Stykkishólmi næsta laugardag kl. 18:00. Þriðjudaginn 1. apríl hefst svo úrslitarimman í 1. deild karla þar sem Fjölnir og Höttur eigast við og verða Fjölnismenn með heimaleikjaréttinn og fyrsti leikur því í Dalhúsum. Í Domino´s deild kvenna þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari en í 1. deild karla í úrslitum þarf að vinna tvo leiki til að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.
Leikdagar í úrslitum Domino´s deildar kvenna
Leikur 1 laugardagur 29. mars kl. 18.00 Snæfell-Haukar – Stykkishólmur
Leikur 2 miðvikdagur 2. apríl kl. 19.15 Haukar-Snæfell – Schenker-höllin
Leikur 3 sunnudagur 6. apríl kl. 19.15 Snæfell-Haukar – Stykkishólmur
Leikur 4 miðvikudagur 9. apríl kl. 19.15 Haukar-Snæfell – Schenker-höllin ef þarf
Leikur 5 laugardagur 12. apríl kl. 15.00 Snæfell-Haukar – Stykkishólmur ef þarf
Leikdagar í úrslitum 1. deildar karla
Leikur 1 Fjölnir-Höttur þriðjudagur 1. apríl kl. 19.15 Dalhús
Leikur 2 Höttur-Fjölnir föstudagur 4. apríl kl. 18.30 Egilsstaðir
Leikur 3 Fjölnir-Höttur þriðjudagur 8. apríl kl. 19.15 Dalhús – ef þarf
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson



