spot_img
HomeFréttirÚrslit: Njarðvík og Stjarnan í undanúrslit

Úrslit: Njarðvík og Stjarnan í undanúrslit

 Óhætt er að segja að stórveisla hafi verið í kvöld þegar tveir stórleikir fóru fram í úrslitakeppni Dominosdeildarinnar. Stjörnumenn gerðu að því virtist hið ómögulega og sópuðu Keflvíkinga í sumarfríið með 94 stigum gegn 93. Það var Marvin Valdimarsson sem setti niður úrslita þrist kvöldsins í Keflavík. Í Njarðvíkinni var svo hin hluti veislunar þegar Njarðvíkingar mörðu spræka Hauka 81:77.  Það verða því KR sem mæta Stjörnumönnum og Njarðvíkingar koma til með að bíða eftir Grindvíkingum og Þórsurum. 
 
Keflavík-Stjarnan 93-94 (23-23, 29-21, 25-25, 16-25)
 
Keflavík: Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Michael Craion 18/11 fráköst/8 stolnir, Magnús Þór Gunnarsson 16/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Ólafsson 7/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 6, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0.
Stjarnan: Justin Shouse 37/6 fráköst/10 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 19/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 12/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Matthew James Hairston 5/4 varin skot, Jón Sverrisson 4, Sæmundur Valdimarsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.
Dómarar: Rognvaldur Hreiðarsson, Leifur S. Garðarsson, Björgvin Rúnarsson
 
Viðureign: 0-3 fyrir Stjörnuna sem komin er í undanúrslit
 
Njarðvík-Haukar 81-77 (18-31, 19-13, 22-18, 22-15)
 
Njarðvík: Logi Gunnarsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 13, Ágúst Orrason 11, Tracy Smith Jr. 9/13 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/4 fráköst/4 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason 0.
Haukar: Terrence Watson 33/11 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 13, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6, Kristinn Marinósson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 2/4 fráköst, Kári Jónsson 0, Steinar Aronsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Alex Óli Ívarsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson
Viðureign: 3-0 fyrir Njarðvík sem komið er í undanúrslit 
Fréttir
- Auglýsing -