spot_img
HomeFréttirÚrslit: ÍG og Álftanes upp í 1. deild

Úrslit: ÍG og Álftanes upp í 1. deild

Í kvöld mættust ÍG og Sindri í Ásgarði og Íþróttafélag Breiðholts og Álftanes mættust í Kennaraskólanum í til að keppa um laus sæti í 1.deild. Þau lið sem vinna sína leiki komast í 1. deild og keppa svo til úrslita á laugardaginn um deildarmeistaratitil 2. deildar.  
 

ÍG vann Sindra 90 – 76 en ÍG hafði verið með forystuna allan leikinn. Sindri náði að minnka forskon ÍG í þriðja og fjórða leikhluta en aldrei nóg til að ná forystu í leiknum. ÍG menn voru ánægðir sem sigurinn og sæti í 1.deildinni að ári orðið að raunveruleika.
 

Íþróttafélag Breiðholts mætti Álftanesi  en Álftanes bar sigur úr bítum 80-83 eftir hörkuspennandi lokamínútur.  Staðreyndin sú að ÍG og Álftanes munu spila í 1. deild næst komandi tímabil og til úrslita um sigur í 2. deild á morgun.

 

Mynd: Axel Finnur

Fréttir
- Auglýsing -