“Við lögðu alveg gríðalega mikla vinnu í þennan leik og ekki hægt að lýsa með orðum framlaginu sem við fengum hérna í dag. Við áttum hérna fínann leik án Chynna og töluðum um það við hana fyrir leikinn og hún er með okkur utanvallr og gefur okkur orkuna sína ásamt öðrum sem eru í henglum á bekknum en liðsvörnin okkar hér í dag var frábær, þó ég taki ekkert af Guðrúnu Gróu. Við ætlum að gera enn betur á Ásvöllum og eigum mikið svigrúm til að gera það. Þær [Haukar] tóku eitthvað af sóknarfráköstum sem við núlluðum reyndar út en við þurfum að laga slíkt til dæmis. Sóknarlega séð eru nokkrir hlutir sem þarf að kíkja á en ég er ánægður með hvernig við brugðust við svæðisvörninni þeirra.” Sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir leikinn.
Bjarni Magnússon þjálfari Hauka veitti karfan.is einnig smá spjall.
“Það var ekkert sem kom mér á óvart við Snæfellsliðið, vel mannað af góðum leikmönnum og gott varnarlið. Við vorum ekki nógu tilbúnar í þetta sóknarlega og var alltof hægt hjá okkur. Tvær stoðsendingar í seinni hálfleik segir margt um okkar leik og það var auðvelt að dekka okkur án þess að taka nokkuð af þeirra hörkuvörn. Við fáum ekki nóg framlag frá skotmönnum okkar og hittum illa fyrir utan og náum ekkert að teygja vörn Snæfells til að fá að keyra inní teiginn þar sem þær voru þéttar.”



