spot_img
HomeFréttirVærlöse fallið úr dönsku deildinni

Værlöse fallið úr dönsku deildinni

Axel Kárason og félagar í Værlöse eru fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði umspilsbaráttu gegn Falcon um hvort liðið myndi halda sínu sæti. Værlöse tapaði þremur leikjum í röð.
 
 
Falcon vann fyrsta leikinn 77-70 og annan leikinn 68-89 og þá mættust liðin í þriðja sinn um helgina þar sem Falcon hafði betur 76-77. Axel Kárason var með 8 stig og 5 fráköst í þessum þriðja leik sem reyndist sá síðasti en Axel var með 8,3 stig, 6,2 fráköst og 11,3 framlagsstig á tímabilinu í þeim 29 leikjum sem hann spilaði með Værlöse.
  
Fréttir
- Auglýsing -