spot_img
HomeFréttirAnnar leikur úrslitanna í Domino´s deild kvenna

Annar leikur úrslitanna í Domino´s deild kvenna

Í kvöld fer fram önnur viðureign Snæfells og Hauka í úrslitum Domino´s deildar kvenna. Liðin mætast kl. 19:15 í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði og leiðir Snæfell einvígið 1-0 eftir sigur í fyrstu viðureigninni sem fram fór í Stykkishólmi.
 
 
Chynna Unique Brown missti af fyrsta leik liðanna vegna meiðsla en Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells sagði við Karfan.is í gærkvöldi að allt yrði gert til þess að ná að tefla Brown fram í kvöld en að dagurinn í dag myndi endanlega skera úr um hvort af því yrði eða ekki.
 
Hólmarar eru á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli en Haukar hafa þrívegis orðið meistarar áður. Þessi lið mættust einnig í bikarúrslitum í Laugardalshöll í febrúar síðastliðnum þar sem Haukar höfðu frækinn sigur.
  
Fréttir
- Auglýsing -