„Það verður vonandi allt klárt bara fyrir sunnudaginn,“ sagði Dagur Kár Jónsson í samtali við Karfan.is í kvöld en hann varð frá að víkja í viðureign KR og Stjörnunnar er hann snéri sig á ökkla í öðrum leikhluta. Heljarinnar blóðtaka fyrir Stjörnuna að hafa Dag ekki til taks.
„Ég er búinn að vera tæpur seinustu tvær vikur og það var sami ökkli sem ég sneri í kvöld,“ sagði Dagur en Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari Stjörnunnar sagði einnig við Mbl.is í kvöld að Dagur væri byrjaður að tylla í fótinn.
Það þarf ekkert að fjölyrða um hve mikilvægt það er fyrir Stjörnuna að Dagur sé til taks enda byrjunarliðsmaður sem hefur tekið afar stór og athyglisverð skref fram á við þetta tímabilið, einkum og sér í lagi á síðari hluta mótsins.
Mynd/ [email protected]



