spot_img
HomeFréttirKristinn frá næstu daga sökum sýkingar

Kristinn frá næstu daga sökum sýkingar

Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson verður frá næstu daga sökum sýkingar í olnboga en sú reyndist ansi skæð og mun halda Kristni fjarri dómgæslunni. Kristinn er ekki einn um að vera fjarverandi því Sigmundur Már Herbertsson hefur lítið getað beitt sér sökum meiðsla.
 
 
Jón Guðmundsson var þó vopnaður dómaraflautunni í Röstinni í kvöld en hann er að koma til baka eftir veikindi svo það hafa nokkur skörð verið höggvin í dómarastéttina upp á síðkastið.
 
„Mér líður annars vel og er rólfær,“ sagði Kristinn í snörpu spjalli við Karfan.is í kvöld. „Ég verð frá í nokkra daga til viðbótar,“ sagði Kristinn sem er í miðjum sýklalyfjakúr. „Þetta er vissulega svekkjandi en það er enginn ómissandi í þessu,“ sagði Kristinn en álag þessa dagana á íslenska körfuknattleiksdómara er töluvert enda í mörg horn að líta.
 
Í tilfelli Kristins hljóp sýking í litla skrámu á olnboga hans og fór heldur betur á flug eins og myndin hér að neðan sýnir glögglega. Þessi mynd hér að neðan var tekin á fimmtudagsmorgun. 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -