spot_img
HomeFréttirZaragoza tekur á móti Barcelona í dag

Zaragoza tekur á móti Barcelona í dag

Jón Arnór Stefánsson fær ásamt liðsfélögum sínum verðugt verkefni í ACB deildinni á Spáni í dag þegar stórlið Barcelona mætir í heimsókn. Gera má ráð fyrir hörkuleik en Barcelona er í 3. sæti ACB deildarinnar með 19 sigra og 6 tapleiki en Zaragoza er í 6. sæti með 15 sigra og 10 tapleiki.
 
 
Viðureign Zaragoza og Barcelona hefst kl. 18:00 í dag að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.
 
Þá tapaði Valladolid í gær gegn Bilbao á útivelli. Lokatölur 93-77 fyrir Bilbao og fékk Hörður Axel Vilhjálmsson annan leikinn í röð ekki að koma við sögu í liði Valladolid.
  
Fréttir
- Auglýsing -