spot_img
HomeFréttirSnægrímur í undanúrslit unglingaflokks

Snægrímur í undanúrslit unglingaflokks

Æsispennandi viðureign fór fram í unglingaflokki í gærkvöldi þegar Stjarnan tók á móti sameiginlegu liði Snæfells og Skallagríms í 8-liða úrslitum unglingaflokks. Strákarnir að vestan fóru með 95-99 spennusigur af hólmi eftir framlengdan slag.
 
 
Daði Lár Jónsson var atkvæðamestur í liði Stjörnumanna með 27 stig og 10 stoðsendingar en hjá Snægrím voru þeir Stefán Karel Torfason og Þorbergur Helgi Sæþórsson báðir með tvennu, báðir með 23 stig en Stefán 13 fráköst og Þorbergur 11 fráköst. Þá var Snjólfur Björnsson með þrennu í sigurliði gestanna.
 
  
Mynd úr safni/ [email protected] – Stefán Karel Torfason bregður hér fyrir sig sveifluskoti.
Fréttir
- Auglýsing -