„Það voru allir að berjast en það vildi bara þannig til að ég var í stuði,“ sagði Junior Hairston leikmaður Stjörnunnar en kappinn fór á kostum í DHL Höllinni í kvöld. Hairston sem gerði 41 stig og tók 16 fráköst setti m.a. niður þrjár þriggja stiga körfur. Hann var með einn þrist í fyrsta leik, tvo í öðrum leiknum gegn KR og þrjá núna í kvöld, eigum við þá ekki að slá því föstu að þeir verði fjórir á sunnudag?



