spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR í úrslit - Blikar í úrvalsdeild

Úrslit: KR í úrslit – Blikar í úrvalsdeild

Deildarmeistarar KR eru komnir í úrslit eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í undanúslitum. Liðin áttust við í Ásgarði í kvöld í spennuslag en KR marði nauman 90-89 sigur. Í blálokin voru það tvö vítaskot frá Martin Hermannssyni sem fóru ekki niður en Martin og Brynjar Þór slæddust í sóknarfrákastið og tíminn rann úr greipum Garðbæinga og KR-ingar fögnuðu sigri.
 
 
KR mun því leika til úrslita gegn annað hvort Grindavík eða Njarðvík en staðan í því einvígi er 2-1 Grindavík í vil og mætast liðin í sínum fjórða leik í Ljónagryfjunni annað kvöld.
 
Þetta verður í fimmta sinn síðan árið 2000 sem KR leikur til úrslita en KR hefur unnið allar úrslitaseríur sínar á þessu nýja árþúsundi. KR lagði Grindavík 3-1 árið 2000, vann svo Njarðvík 3-1 árið 2007, lögðu Grindavík 3-2 árið 2009 og síðast Stjörnuna 3-1 árið 2011. Þetta er því fimmta úrslitaeinvígið sem KR arkar inn í frá árinu 2000 og tölfræðin er þeim svo sannarlega í vil.
 
Stjarnan-KR 89-90 (23-23, 17-25, 23-19, 26-23)
 
Stjarnan: Matthew James Hairston 30/18 fráköst/3 varin skot, Marvin Valdimarsson 19/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 12/7 fráköst, Justin Shouse 11/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 10, Jón Sverrisson 4, Sigurður Dagur Sturluson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Elías Orri Gíslason 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Daði Lár Jónsson 0.
KR: Martin Hermannsson 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 15/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 13/9 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Demond Watt Jr. 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Ólafur Már Ægisson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson
Áhorfendur: 873
Viðureign: 1-3 fyrir KR
 
Breiðablik-Fjölnir 75-63 (23-21, 13-9, 7-16, 32-17)
 
Breiðablik: Jaleesa Butler 20/20 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Efemía Rún Sigurbjörnsdóttir 16/9 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 15/5 fráköst, Helga Hrund Friðriksdóttir 8/6 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 4, Ísabella Ósk Sigurðardóttir 4, Kristín Óladóttir 3, Guðrún Edda Bjarnadóttir 3, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Alexandra Sif Herleifsdóttir 0, Helena Mikaelsdóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0.
Fjölnir: Mone Laretta Peoples 31/7 fráköst/5 stolnir, Eyrún Líf Sigurðardóttir 19/7 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 5/15 fráköst/3 varin skot, Erla Sif Kristinsdóttir 4, Erna María Sveinsdóttir 2/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Kristín Halla Eiríksdóttir 0, Ragnheiður Erla Stefánsdóttir 0, Telma María Jónsdóttir 0, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0, Elísa Birgisdóttir 0.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Tómas Tómasson
 
Viðureign: 2-1 fyrir Breiðablik
 
Mynd úr útsendingu KR TV
 
Fréttir
- Auglýsing -