spot_img
HomeFréttir„Karlarnir breytast í hálfgerða kettlinga í svona veðri“

„Karlarnir breytast í hálfgerða kettlinga í svona veðri“

Gunnar Örlygsson tók nýverið við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og nú hefur formaðurinn stokkið fram með rándýra kyndingu yfir til Grindavíkur. Njarðvík og Grindavík mætast í oddaleik næsta fimmtudag í Röstinni og var veðurspáin formanninum hugleikin fyrir oddaleikinn stóra.
 
 
Í færslu Gunnars á Facebook segir:
 
„Oddaleikurinn á fimmtudaginn verður rosalegur, Grindavík – Njarðvík.
Það spáir brjáluðu sunnan roki á fimmtudaginn en á slíkum dögum á karlpeningurinn í Grindavík það til að skríða undir sæng enda áttin aldrei verið þeim hliðholl til sjósóknar. Í raun er þetta orðið genatískt vandamál þar í bæ – karlarnir breytast í hálfgerða kettlinga í svona veðri.

Ég þakka veðurguðunum fyrir þessa sendingu á fimmtudaginn en við Njarðvíkingar munum mæta gallharðir til leiks.

Fyrir fánann og UMFN“
 
Grindvíkingar eru nú ekki þekktir fyrir að sitja á dreng sínum og þykjumst við vita að formaður KKD Grindavíkur og sjómaðurinn Óli Björn Björgvinsson sitji ekki þessa meðferðina án andsvara.
 
Oddaleikur Grindavíkur og Njarðvíkur fer fram í Röstinni á fimmtudag. Búist er við fjölmenni enda fyrsti oddaleikur úrslitakeppninnar í karlaflokki þessa vertíðina! Fer Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn síðan 2007 eða fer Grindavík í úrslit þriðja árið í röð?
 
Kynding Gunnars:
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -