spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Snægrímur í úrslit unglingaflokks

Myndasafn: Snægrímur í úrslit unglingaflokks

Þá er ljóst hvaða lið munu leika um Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki karla en það verða Keflavík og sameiginlegt lið Snæfells og Skallagríms. Snægrímur eins og piltarnir úr Borgarnesi og Stykkishólmi eru kallaðir lögðu Tindastól 100-92 í kvöld.
 
 
Ingvi Rafn Ingvarsson fór hamförum í liði Tindastóls með 46 stig, 7 fráköst og 4 stolna bolta en það dugði ekki til að sinni. Hjá Snægrím var jötuninn Stefán Karel Torfason með 29 stig, 20 fráköst, 3 fráköst og 3 varin skot. Snægrímsmenn arka því áfram í úrslit og mæta þar Keflvíkingum sem lögðu Njarðvíkinga 78-69 í kvöld.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -