Fyrri úrslitadagur yngri flokka fer fram í Smáranum í Kópavogi í dag. Alls eru fjórir leikir á dagskránni og er fyrsta viðureign dagsins úrslitaleikur Keflavíkur og Ármanns í 9. flokki kvenna.
Allir leikir helgarinnar verða í beinni netútsendingu á www.breidablik.is/korfubolti - eins verða leikirnir í beinni tölfræðilýsingu hjá KKÍ.is og þá munum við á Karfan.is greina ítarlega frá öllum leikjunum í máli og myndum.
Leikir dagsins – úrslit yngri flokka – laugardagur 26. apríl
10:00 9. flokkur kvenna
Keflavík – Ármann
12:00 10. flokkur karla
Njarðvík – KR
14:00 stúlknaflokkur
Keflavík – Njarðvík
16:00 drengjaflokkur
Tindastóll-Haukar



