Daníel Guðni Guðmundsson tekur sjálfan sig ekkert of alvarlega…lét t.d. ná mynd af sér með þessum verðlaunagrip á lokahófi Grindavíkur um helgina. Á verðlaunagripnum stendur: „Besti ungi leikmaður meistaraflokk karla UMFG 2013-2014.“ En fyrir ykkur sem eruð engu nær þá auðvitað hlaut Jón Axel Guðmundsson þessi verðlaun…Daníel stóðst bara ekki mátið í ljósi þess sem á undan er gengið. Gott grín.
Mynd/ Vonandi fengin með góðfúslegu leyfi Daníels af Instagram-reikningi hans.



