Úrslit Meistaradeildar Evrópu (Euroleague) fara fram í kvöld en þar eigast við Real Madrid og Maccabi Electra frá Ísrael. Real Madrid burstaði Barcelona 100-62 í undanúrslitum á föstudag en Maccabi vann 68-67 spennuslag gegn CSKA Moskvu. David Blu var hetja Maccabi sem setti stóran þrist í lok leiks sem og stolinn bolta sem varð í hraðaupphlaupi að lokastigum leiksins.
Úrslitaleikurinn í kvöld fer fram í Mílanó rétt eins og undanúrslitin og hefst leikurinn kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 18:00 að íslenskum tíma.
Lokaspretturinn hjá Maccabi og CSKA Moskvu á föstudag:
Mynd/ http://www.euroleague.net: Liðsmenn Maccabi fögnuðu innilega sigri sínum gegn CSKA Moskvu á föstudag en suddalegur endasprettur Maccabi tryggði þeim sigurinn.



