spot_img
HomeFréttirCavs ná fyrsta valrétti annað árið í röð

Cavs ná fyrsta valrétti annað árið í röð

Niðurröðun valrétta fyrir nýliðavalið í sumar var dregið út í dag. Fyrirfram var vitað að möguleikar Milwaukee Bucks voru mestir eða 25% en það voru Cleveland Cavaliers sem stóðu uppi með pálmann eftir að niðurröðunin hafði verið kynnt.
 
Þetta er í fjórða skiptið á síðustu 11 árum sem Cavaliers enda með fyrsta valrétt og í annað skiptið í röð. 2003 völdu þeir LeBron James með fyrsta valrétti, 2011 völdu þeir Kyrie Irving sem leikur enn með félaginu og í fyrra völdu þeir Anthony Bennett sem flestir eru sammála um að hafi verið tómt klúður. Cavs geta nú leiðrétt það með góðu vali eða skipt því út fyrir betri leikmenn fram að nýliðavalinu.
 
Niðurröðunin er svona:
#1 Cleveland Cavaliers
#2 Milwaukee Bucks
#3 Philadelphia 76ers
#4 Orlando Magic
#5 Utah Jazz
#6 Boston Celtics
#7 Los Angeles Lakers
#8 Sacramento Kings
#9 Charlotte Hornets
#10 Philadelphia 76ers
#11 Denver Nuggets
#12 Orlando Magic
#13 Minnesota Timberwolves
#14 Phoenix Suns
 
Uppröðunin er skv endanlegum rétthafa þar sem sumir valréttir hafa farið milli liða í skiptum.
 
Fylgist með Ruslinu á:
Fréttir
- Auglýsing -