spot_img
HomeFréttir4+1 reglan með rétt rúmlega 60% fylgi

4+1 reglan með rétt rúmlega 60% fylgi

Nýja leikmannareglan 4+1 nýtur rétt rúmlega 60% fylgis (60,44%) samkvæmt síðustu könnun hér á Karfan.is. Spurt var hvernig lesendur vildu sjá reglur um erlenda leikmenn í íslenska boltanum. 4+1 reglan (þar sem einn erlendur leikmaður má aðeins vera inni á vellinum hjá hverju liði í senn) nýtur meira fylgis nú en þegar hún var samþykkt en hún fór í gegn á síðasta ársþingi KKÍ með naumum meirihluta eða skráð þá rétt yfir 50% í kjöri aðildarfélaga KKÍ.
 
 
60,44% vilja hafa 4+1 regluna við lýði og 32,73% lesenda vildu sjá 3+2 regluna við lýði. 6,83% svarenda vildu sjá aðra reglu við lýði í málefnum erlendra leikmanna í íslenska boltanum.
 
Þessi mál hafa verið eins og flestum er ljóst mikið þrætuepli hin síðari ár og sitt sýnist hverjum en ef marka má niðurstöður þessarar könnunar er talsverður meirihluti fylgjandi 4+1 reglunni.
 
Komin er inn ný könnun og spyrjum við: „Ætlar þú í körfuboltabúðir þetta sumarið?“
 
Mynd/ Terrence Watson var á meðal bestu erlendu leikmanna Domino´s deildar karla á síðasta tímabili. 
 
Fréttir
- Auglýsing -