spot_img
HomeFréttirMagnús Þór semur við Grindavík

Magnús Þór semur við Grindavík

Magnús Þór Gunnarsson leikur með bikarmeisturum Grindavíkur á næsta tímabili en þetta staðfesti leikmaðurinn við Karfan.is. Þar með er hann fyrstur manna til að feta í fótspor Nick Bradford og leika með öllum Suðurnesjaliðunum þremur, Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Áður hafði Bradford fetað í fótspor Sigurðar F Gunnarssonar sem spilaði fyrir Suðurnesjarisana þrjá. 
 
 
„Ástæða skiptanna er sú að Grindavík hafði samband en það hafa þeir ekki gert áður og ég hafði í raun mikinn áhuga á því að spila fyrir Sverri Þór. Eins hlakka ég til að takast á við nýjar áskoranir og þakka Keflavík fyrir tímann þar,“ sagði Magnús en fyrr í morgun kom frétt á heimasíðu Keflavíkur þess efnis að Magnús hefði ákveðið að leika ekki með uppeldisfélaginu á næsta tímabili og honum bæði óskað velfarnaðar í nýju verkefni og þakkað fyrir þann tíma sem hann klæddist Keflavíkurbúning.
 
Magnús lék 11 leiki með Keflavík á síðustu leiktíð og var nokkuð frá vegna meiðsla en þessa 11 leiki var hann með 10,6 stig, 2 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. 
  
Fréttir
- Auglýsing -